sun 22.jan 2023
[email protected]
Jói Berg fær nýjan liðsfélaga frá Svíþjóð (Staðfest)
Enska B-deildarfélagið Burnley hefur fest kaup á sænska varnarmanninum Hjalmar Ekdal frá Djurgården en kaupverðið er ekki gefið upp.
Ekdal er 24 ára gamall miðvörður sem hefur spilað í Svíþjóð allan sinn atvinnumannaferil ásamt því að spila í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Hann var lykilmaður í vörn Djurgården síðustu tvö ár og var meðal annars valinn besti varnarmaður sænsku deildarinnar árið 2021.
Svíinn mun nú taka næsta skref ferilsins og spila með Burnley en hann skrifaði í gær undir fjögurra og hálfs árs samning við félagið.
Hjalmar er bróðir Albin Ekdal, sem er á mála hjá Spezia í Seríu A.
|