mán 23.jan 2023
Fabrizio Romano tístir um kaup Orlando á Degi
Í leik með Blikum á síðasta tímabili.
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano setti inn færslu rétt í þessu þar sem hann vekur athygli á því að Orlando City í bandarísku MLS-deildinni sé að ganga frá kaupum á tveimur leikmönnum.

Annar þeirra er landsliðsmaðurinn Dagur Dan Þórhallsson sem félagið er að kaupa af Breiðabliki og hinn er Ramiro Enrique, leikmaður Banfield.

Romano segir að von sé á tilkynningu frá Orlando ljótlega.

Fjallað hefur verið um málið í dag:
Dagur Dan á leið til Orlando City - Samningar á lokastigi
„Leikmaður eins og Dagur Dan er alltaf missir"