þri 24.jan 2023
England í dag - Undanúrslit deildabikarsins hefjast
Southampton og Newcastle United mætast í fyrri undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Liðin spila tveggja leikja rimmu en fyrri leikurinn er á St. Mary's leikvanginum klukkan 20:00 í kvöld og sá síðari eftir viku á St. James' Park.

Þessi tvö lið hafa aldrei unnið keppnina áður en Southampton hefur tvisvar sinnum farið í úrslit og Newcastle einu sinni.

Leikur dagsins:
20:00 Southampton - Newcastle