þri 24.jan 2023
Skriniar má fara fyrir 20 milljónir evra
Milan Skriniar, varnarmaður Inter á Ítalíu, má yfirgefa félagið í þessum glugga en þetta kemur fram í grein Gazzetta dello Sport.

Skriniar verður samningslaus í sumar en síðustu mánuði hefur hann rætt við Inter um nýjan samning.

Hann hefur hafnað nýjasta samningstilboði Inter og tekið ákvörðun um að fara frá félaginu.

Gazzetta dello Sport segir að Inter sé tilbúið að leyfa honum að fara í þessum mánuði svo lengi sem það fær 20 milljón evra tilboð í kappann.

Paris Saint-Germain er sagt leiða kapphlaupið um þennan 27 ára gamla miðvörð.