mán 23.jan 2023
Sjáðu markið: Samúel Kári með glæsilega vippu gegn meisturunum
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Atromitos í Grikklandi, gerði annað mark sitt fyrir félagið í gær er hann gerði jöfnunarmarkið í 1-1 jafnteflinu gegn Olympiakos.

Keflvíkingurinn var í byrjunarliði Atromitos og gerði mark sitt á 64. mínútu.

Gaetan Robhail kom með góða sendingu inn fyrir vörn Olympiakos og var Samúel kominn einn á móti Alexandros Paschalakis, markverði meistaraliðsins, en Íslendingurinn tók upp á því að lyfta boltanum hátt yfir hann og í netið.

Hægt er að sjá þetta laglega mark hér fyrir neðan.