mán 23.jan 2023
[email protected]
Fyrsta tap Arons á árinu - Kristian Nökkvi lagði upp
 |
Kristian Nökkvi lagði upp mark Jong Ajax |
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, tapaði fyrsta leik sínum á árinu með Al-Arabi er liðið þurfti að lúta í gras fyrir Al-Sadd, 2-0, í dag.
Norðlendingurinn var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Al-Arabi og lék allan leikinn.
Al-Arabi hafði byrjað árið vel og unnið fyrstu tvo leikina sína í deildinni og var þetta því fyrsta tap ársins.
Liðið er í 2. sæti í ofurdeildinni í Katar með 22 stig, einu stigi á eftir Al-Duhail.
Kristian Nökkvi Hlynsson lagði þá upp mark unglinga- og varaliðs Ajax í 2-1 tapi liðsins gegn Roda í hollensku B-deildinni. Hann lagði upp markið fyrir Donny Warmerdam á 24. mínútu leiksins.
Hann er með fimm stoðsendingar og fjögur mörk í 20 leikjum í deildinni á tímabilinu.
Kristófer Ingi Kristinsson var í byrjunarliði Venlo sem vann unglinga- og varalið PSV, 2-1. Hann átti þátt í jöfnunarmarki liðsins eftir klukkutíma leik. Kristófer fór af velli á 72. mínútu en liðið situr í 5. sæti með 35 stig.
|