mán 23.jan 2023
Arnór Ingi lánaður aftur í Leikni (Staðfest)
Arnór Ingi Kristinsson er mættur aftur til Leiknis á láni frá Val en Leiknismenn greindu frá þessum tíðindum í kvöld.

Arnór, sem er 21 árs gamall bakvörður, yfirgaf Leikni síðasta sumar og gekk í raðir Vals.

Hann lék þrjá leiki með Val eftir að deildinni var skipt í tvo hluta en er nú mættur aftur til Leiknis.

Leiknismenn greindu frá því á heimasíðu sinni í kvöld að hann væri kominn á lán út tímabilið og mun hann því taka slaginn í Lengjudeildinni í sumar.

Arnór á 46 leiki í deild- og bikar með Leiknismönnum sem féllu úr Bestu deildinni á síðasta tímabili.