þri 24.jan 2023
Leeds og Arsenal spyrjast fyrir um McKennie
Weston McKennie.
Leeds United og Arsenal hafa bæði sett sig í samband við Juventus til að ræða um möguleg kaup á miðjumanninum Weston McKennie, samvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Þessi 24 ára Bandaríkjamaður var einnig orðaður við Aston Villa fyrr í þessum mánuði en það fór ekki lengra.


Talið er að Juventus sé tilbúið að selja McKennie á næstu mánuðum og er leikmaðurinn verðlagður á 18-22 milljónir punda.

Það er aðeins vika eftir af janúarglugganum svo hlutirnir þurfa að ganga nokkuð hratt fyrir sig ef McKennie á að vera mættur í enska boltann á þessu tímabili.