þri 24.jan 2023
[email protected]
Sierra Marie Lelii aftur í Þrótt (Staðfest)
 |
Sierra Marie Lelii í leik með Þrótti árið 2017 |
Sierra Marie Lelii hefur skrifað undir samning við Þrótt en hún mun leika með liðinu á komandi tímabili.
Sierra lék með Þrótti í næst efstu deild árið 2017 þá lék hún 18 leiki og skoraði sjö mörk og gekk síðan til liðs við Hauka en mun nú leika með Þrótti í efstu deild næsta sumar. Sierra er bandarísk en hefur búið hér á landi frá því hún kom til Þróttar fyrst árið 2017. Hún kemur aftur til liðsins frá ÍH. Hún á að baki 56 leiki á Íslandi og skorað 29 mörk. „Hún hefur æft með mfl. Þróttar undanfarna mánuði, staðið sig mjög vel og mun styrkja hópinn verulega í sumar. Bjóðum hana velkomna í Þrótt á ný." Segir í tilkynningu frá Þrótti. Þróttur hafnaði í 3. sæti á síðustu leiktíð.
|