mið 25.jan 2023
[email protected]
Þrír menn handteknir á Anfield um helgina
Þrír menn voru handteknir á Anfield um hlegina þegar Liverpool tók á móti Chelsea.
Lögreglan í Liverpool hefur greint frá því að þrír menn hafa verið handteknir þar sem þeir gerðust sekir um að syngja hómófóbíska söngva. „Við vitum einnig af því að sextán manns var vísað af vellinum af öryggisgæslunni fyrir hin og þessi brot á meðan á leiknum stóð," segir enn fremur í tilkynningu lögreglunnar. „Lögreglan í Liverpool lýður ekki hatursglæpi á neinn hátt og við munum finna þá seka sem sungu þessa söngva. Í þessu tilfelli ef þessir þrír einstaklingar verða kærðir og fundir sekir munu þeir fá bann frá fótbolta," sagði Paul Sutcliffe forstöðumaður lögreglunnar.
|