mið 25.jan 2023
Keane og Scholes ósammála um hvað sé best fyrir Arsenal

Paul Scholes og Roy Keane fyrrum félagar hjá Manchester United eru ósammála um hvað Arsenal eigi að gera undir lok félagsskiptagluggans til að bæta möguleika sína á að vinna deildina.Arsenal er á toppnum sem stendur en Leandro Trossard lék sinn fyrsta leik gegn Manchester United eftir komuna frá Brighton.

„Við höfum öll verið að ræða hvaða leikmenn þarf en stundum verður maður að líta yfir hópinn sem þú ert með, einn eða tveir leikmenn að koma til baka úr meiðslum svo það er enginn ástæða til að örvænta og borga of mikið eins og önnur félög gera," sagði Keane

„Ef þú ert með góðan hóp, auðvitað hefur Arsenal alltaf skilað góðum ungum leikmönnum, farðu bara varlega þegar þú skoðar þig um, skoðaðu hvað þeir hafa afrekað hingað til. Passaðu að þú náir ekki í leikmenn sem setur allt í uppnám."

Paul Scholes er hins vegar ekki sammála fyrrum félaga sínum hjá Manchester United.

„Þegar þú ert að reyna vinna deildina verðuru að vera með hóp, leikmenn sem geta komið inn og verið jafn sterkir. Þeir eru ekki alltaf jafn góðir, mögulega betri," sagði Scholes.

„Mér fannst það ekki veikja Arsenal liðið þegar Trossard kom inn á fyrir Martinelli. Trossard eru frábær kaup. Tveir til þrír í viðbót myndi bæta liðið og hvetja þá áfram til að vinna deildina."