mið 25.jan 2023
[email protected]
Ten Hag tjáir sig um samningsstöðu Rashford og gagnrýnina á Antony
 |
Ten Hag og Rashford. |
 |
Brasilíumaðurinn Antony. |
Mynd: Getty Images
|
Erik ten Hag hefur tjáð Marcus Rashford að hann vilji byggja liðið í kringum hann, þessi 25 ára framherji hefur skorað níu mörk í níu leikjum síðan hann kom aftur frá HM.
Rashford á 18 mánuði eftir af samningi sínum en Paris Saint-Germain hefur áhuga á enska landsliðsmanninum.
„Ég held að hann skilji að Man United er hans félag, líka í þessu umhverfi, í þessu liði er hann að spila sinn besta fótbolta. Ég tel að þetta sé besti staðurinn fyrir hann því við viljum smíða lið sem verður það besta, fyrst á Englandi og svo í Evrópu og í heiminum," segir Ten Hag.
„Hann er að bæta sig og er að uppskera það sem hann hefur lagt á sig. Hann er mikilvægur fyrir okkur og við þurfum á honum að halda til að ná þeim árangri sem við viljum ná." Spilum best þegar Martial er með Meðan allt er í blóma hjá Marcus Rashford hefur Anthony Martial ekki náð að halda sér frá meiðslalistanum og missir af fyrri undanúrslitaleiknum gegn Nottingham Forest í deildabikarnum í kvöld vegna meiðsla.
„Ég get tekið undir það að hann þarf að vera meira til takst. Hann er mjög mikilvægur fyrir okkur því við spilum best þegar hann er með. Hann þarf að vera meðvitaður um það," segir Ten Hag.
Hægt að ná meiru út úr Antony Brasilíski vængmaðurinn Antony hefur fengið talsverða gagnrýni en hann var keyptur á 86 milljónir punda síðasta sumar. Gary Neville og Rio Ferdinand voru meðal sérfræðinga sem sögðu Antony ekki vera að skila nægilega miklu.
Antony hefur skorað fimm mörk fyrir United en ekki átt eina einustu stoðsendingu.
„Þegar hann er að spila þá er liðið að vinna. Það sýnir að hann sé að standa sig. Hann getur gert betur, það er svigrúm til bætinga. Það er ekkert launungarmál að við viljum að hann sé beinskeyttari og meiri þátttakandi í leiknum. En eins og ég segi, liðið er að spila vel þegar hann er inni á vellinum. Ég tel að hann hafi þegar bætt sig," segir Ten Hag.
„Hann hefur þegar haft áhrif og skorað mörk. En með hæfileika hans og getu getur hann gert enn betur."
|