mið 25.jan 2023
[email protected]
Danjuma kominn til Tottenham (Staðfest) - Harður skellur fyrir Everton
 |
Danjume í Tottenham treyjunni. |
Tottenham hefur fengið Arnaut Danjuma á láni frá Villarreal út tímabilið. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Spurs í janúarglugganum.
Danjuma var á leiðinni til Everton og var búinn að gangast undir læknisskoðun og samþykkja kaup og kjör. Hann átti bara eftir að skrifa undir þegar Tottenham skarst í leikinn.
Danjuma er 25 ára vængmaður og lék með Bournemouth 2019-21 þar sem hann skoraði sautján mörk í 52 leikjum. Hann hefur skorað tvö mörk í sex landsleikjum fyrir Holland.
Tottenham er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Fulham á mánudaginn.
|