mið 25.jan 2023
Armas nýr aðstoðarstjóri Marsch hjá Leeds
Chris Armas (til vinstri) var aðstoðarmaður Ralf Rangnick hjá Manchester United.
Leeds hefur ráðið Chris Armas sem nýjan aðstoðarstjóra félagsins.

Armas er Bandaríkjamaður og var í teymi Ralf Rangnick hjá Manchester United.

Hann verður nú aðstoðarmaður landa síns Jesse Marsch.

„Ég er hæstánægður með að fá Chris til Leeds United. Hann verður frábær viðbót við teymið. Hann kemur með mikla reynslu og ég hef unnið náið með honum áður svo ég veit að hann mun hjálpa okkur mikið," segir Marsch.

Armas er 50 ára og var aðstoðarmaður Marsch hjá New York Red Bulls frá 2015-2018.

Á leikmannaferlinum var hann hjá Los Angeles Galaxy og Chicago Fire auk þess að spila 66 landsleiki fyrir Bandaríkin.

Hann verður væntanlega á hliðarlínunni á laugardag þegar Leeds mætir Accrington í FA-bikarnum.