mið 25.jan 2023
Björn Már fer yfir Juventus málið
Á föstudag bárust þær risastóru fréttir að fimmtán stig voru dregin af ítalska stórliðinu Juventus. Félagið er undir rannsókn vegna alvarlegra fjársvika þar sem svindlað hefur verið í bókhaldi og leikmönnum greitt svart.

Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann og einn af umsjónarmönnum hlaðvarpsþáttarins Punktur og Basta, ræddi við Sæbjörn Steinke um málið.

Enn eru margir lausir endar en farið var yfir helstu vinkla málsins og velt vöngum um hvað gæti gerst á næstu vikum og jafnvel mánuðum.

Ráðamenn fara í bann, hversu langt? Gætu leikmenn farið í bann? Hafa þeir fengið þessar svörtu greiðslur? Gæti Juventus misst enn fleiri stig?

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst sem og á öllum hlaðvarpsveitum.