fim 26.jan 2023
Chelsea vill ekki fara í stríð við Newcastle en gæti barist við Liverpool
Everton vill fá 60 milljónir punda fyrir Gordon.
Framtíð Ziyech er í óvissu.
Mynd: EPA

Hvað er í gangi með Joao Cancelo?
Mynd: EPA

Matheus Nunes gæti farið í stærra félag í sumar.
Mynd: EPA

Slúðurpakkinn þennan fimmtudaginn er ansi þéttur. Það er BBC sem tekur saman það helsta í slúðrinu og pakkinn er í boði Powerade.
Chelsea er tilbúið að gefa það upp á bátinn að fá Anthony Gordon (21) í sínar raðir frá Everton. Newcastle vill fá leikmanninn en hvorugt félagið er tilbúið að fara í stríð hvort félagið sé tilbúið að bjóða hærri upphæð í enska kantmanninn. (Northern Echo)

Gordon hefur ekki beðið um að vera settur á sölulista þrátt fyrir að hafa misst af æfingum síðustu tvo daga. (Sky Sports)

Newcastle horfir til Hakim Ziyech (29) hjá Chelsea ef Gordon kemur ekki. Everton vill fá 60 milljónir punda sem Newcastle er ekki tilbúið að borga. (Telegraph)

Everton hefur einnig áhuga á Ziyech ef það fer svo að Gordon fer frá félaginu. (Sky Sports)

Chelsea er tilbúið að berjast við Liverpool um Matheus Nunes (24) miðjumann Wolves. (Telegraph)

Chelsea hefur aukið áhuga sinn á Amadou Onana (21) miðjumanni Everton. Þeir líta á hann sem kost ef Enzo Fernandez (22) hjá Benfica og Moises Caicedo (21) koma ekki. (Times)

Það er að slitna upp úr viðræðum milli Everton og Marcelo Bielsa um að Bielsa verði nýr stjóri félagsins. Ralph Hasenhuttl, fyrrum stjóri Southampton, er sagður mögulegur kostur. (Independent)

AC Milan er eitt af þeim félögum sem fylgist með stöðu mála hjá Joao Cancelo (28) hjá Manchester City. (Sun)

Tottenham er nálægt því að fá bakvörðinn Pedro Porro (23) frá Sportin. (Guardian)

Everton horfir til Bologna og skoðar að fá Marko Arnautovic (33) í sínar raðir. (Telegraph)

Leeds hefur boðið tæplega 25 milljónir punda í Weston McKennie (24) miðjumann Juventus. Juve vill fá rúmlega 30 milljónir fyrir þann bandaríska. (Sky Sports Italia)

Brighton hefur hækkað tilboð sitt í Mykola Matviyenko (26) hjá Shakhtar. Tilboðið er komið upp í 14 milljónir punda fyrir miðvörðinn en Shakhtar vill fá 20. (Mail)

Southampton er að kaupa James Bree (25) bakvörð Luton Town. Luton hefur samþykkt tilboð Southampton í Englendinginn. (Athletic)

Crystal Palace er að undirbúa tilboð í Antoine Semenyo (23) hjá Bristol City. Semenyo er sóknarmaður frá Gana. (John Percy)

Nottingham Forest er sagt skoða að fá Roberto Gagliardini (28) miðjumann Inter Milan í sínar raðir. (Calciomercato)

Tariq Lamptey (22) gæti faið frá Brighon í glugganum. Lyon er eitt félaganna sem hefur áhuga. (Fabrizio Romano)

Sportin hefur einnig haft samband við Brigthon um mögulegan lánssamning. (Athletic)

Barcelona gæti selt Ferran Torres (22) í sumar. Hann kom frá Manchester City fyrir ári síðan. (Sport)