fös 27.jan 2023
Svava Rós komin til Gotham (Staðfest)

Svava Rós Guðmundsdóttir er nýr leikmaður Gotham FC í bandaríska kvennaboltanum.Gotham endaði í neðsta sæti kvennadeildarinnar á síðustu leiktíð með aðeins 16 mörk skoruð í 22 leikjum. Svava Rós er fengin til að hjálpa við að bæta þær tölur.

Svava er 27 ára og getur leyst ýmsar stöður af hólmi í fremstu víglínu. Hún er öflugur framherji og hefur verið að gera góða hluti með Brann í norska boltanum að undanförnu en þar áður var hún í Íslendingaliði Kristianstad og Roa í Noregi.

Hún er uppalin hjá Val en lék einnig fyrir Breiðablik áður en hún flutti til útlanda. Svava á 2 mörk í 42 A-landsleikjum.