fös 27.jan 2023
Þýskaland: Szoboszlai hetja Leipzig

Ungverjinn öflugi Dominik Szoboszlai var hetja RB Leipzig gegn Stuttgart er liðin mættust í þýsku deildinni í fyrsta leik helgarinnar.Szoboszlai kom Leipzig í tveggja marka forystu í gríðarlega jöfnum leik þar sem gestirnir frá Stuttgart nýttu færin sín ekki nægilega vel.

Chris Fuhrich minnkaði muninn fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu á 68. mínútu en það dugði ekki til og urðu lokatölur 2-1.

Leipzig er í öðru sæti þýsku deildarinnar, einu stigi eftir FC Bayern sem á leik til góða. Stuttgart er í fallbaráttu með 16 stig eftir 18 umferðir.

RB Leipzig 2 - 1 Stuttgart
1-0 Dominik Szoboszlai ('25 )
2-0 Dominik Szoboszlai ('49 )
2-1 Chris Fuhrich ('68 , víti)