lau 28.jan 2023
Eiginkona Gunnhildar leggur landsliðshanskana á hilluna

Kanadíski landsliðsmarkvörðurinn til margra ára Erin McLeod hefur lagt landsliðshanskana á hilluna eftir frábæran landsliðsferil.



Erin er 39 ára gömul og er flutt til Íslands ásamt eiginkonu sinni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Þær eru báðar hættar hjá Orlando Pride og er Gunnhildur Yrsa búin að skrifa samning við Stjörnuna.

Erin lék 119 landsleiki fyrir Kanada á flottum ferli þar sem hún var í hóp þegar Kanada vann til bronsverðlauna og síðar gullverðlauna á Ólympíuleikunum.

Erin lék átta leiki að láni hjá Stjörnunni sumarið 2020.