mán 30.jan 2023
Byssukúla send til eiganda Sampdoria
Massimo Ferrera.
Hótunarbréf sem innihélt byssukúlu var sent í höfuðstöðvar ítalska félagsins Sampdoria í dag. Bréfið var stílað á eiganda félagsins, Massimo Ferrera, og fyrrum eiganda, Edoardo Garrone.

Lögreglan hefur hafið rannsókn. Ferrero var forseti Sampdoria en steig af stóli í lok ársins 2021 þegar hann var handtekinn vegna máls sem tengist ekki félaginu.

Hann er þó enn meirihlutaeigandi í félaginu og segja ítalskir fjölmiðlar að hann sé mótfallinn því að selja það, nema hann muni hagnast á því fjárhagslega.

Stuðningsmenn Sampdoria eru margir hverjir reiðir út í Garrone fyrir að hafa selt félagið í hendur Ferrero árið 2014.

Sampdoria er skuldum vafið og er í fallsæti í ítölsku A-deildinni. Flestir stuðningsmenn Sampdoria vonast til þess að félagið verði selt svo það geti fundið stöðugleika.