mán 30.jan 2023
[email protected]
Leicester býður 15 milljónir fyrir Souttar
 |
Souttar í leik með Stoke gegn Harry Kane og félögum í Tottenham. |
Leicester City er í leit að nýjum miðverði í ljósi þess að Atletico Madrid vill fá Caglar Söyüncü strax í sínar raðir. Soyuncu er búinn að samþykkja tilboð frá Atletico en hann er samningsbundinn Leicester út þetta tímabil.
Leicester hefur því lagt fram tilboð í miðvörðinn stóra Harry Souttar sem nemur í heildina 15 milljónum punda. Sky Sports greinir frá. Souttar er 24 ára leikmaður Stoke City og rétt tæpir tveir metrar á hæð. Hann er með góðan stökkkraft og er því stórhættulegur í föstum leikatriðum, enda á hann 6 mörk í 13 landsleikjum fyrir Ástralíu. Leicester og Stoke hafa verið í viðræðum í mánuðinum en ekki eru taldar sérlega miklar líkur á að Stoke samþykki þetta kauptilboð. Souttar, 24 ára, hefur mikinn áhuga á að ganga í raðir Leicester en Stoke á eftir að svara tilboðinu. Stoke er eitt af fáum liðum Championship deildarinnar sem er ekki í umspilsbaráttu, með 33 stig eftir 28 umferðir, á meðan Leicester er í fallbaráttu í úrvalsdeildinni.
|