þri 31.jan 2023
[email protected]
Mikill áhugi á Brynjólfi
Brynjólfur Andersen Willumsson gæti verið á förum frá norska félaginu Kristiansund. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á honum frá Svíþjóð, úr efstu deild í Noregi og frá Bandaríkjunum.
Brynjólfur endaði tímabilið með Kristiansund vel eftir erfiða byrjun á síðasta tímabili, bæði vegna meiðsla og svo bekkjarsetu. Kristiansund var hársbreidd frá því að halda sér uppi, eða koma sér í umspil, en féll í lokaumferðinni.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Kristiansund ekki að fara hleypa Brynjólfi í burtu á neinu gjafverði, heldur vilji fá háa upphæð fyrir framherjann.
Brynjólfur er 22 ára og gekk í raðir félagsins frá uppeldisfélaginu Breiðabliki fyrir tímabilið 2021. Viðtal við hann frá því í desember má nálgast hér að neðan.
|