þri 31.jan 2023
Óvíst hvort Navas fari - PSG ekki tilbúið að greiða meirihluta launanna
Það er alls ekkert öruggt að Keylor Navas gangi í raðir Nottingham Forest fyrir gluggalok. Forest er í markmannsleit vegna meiðsla Dean Henderson og er Navas efstur á lista.

Forest vill fá hann frá PSG en er ekki tilbúið að greiða meirihluta launa hans. Enska félagið vill einungis greiða þriðjung launa hans og að PSG sjái um restina.

PSG vill hjálpa Navas að finna stað þar sem hann getur fengið að spila en félagið er ekki tilbúið að sitja uppi með að greiða honum meirihluta launa hans á meðan hann spilar annars staðar.

Navas er varamarmaður PSG fyrir Gigi Donnarumma. Forest gæti horft á þriðja markmann PSG sem er Sergio Rico.