þri 31.jan 2023
Skriniar fer til Parísar í sumar, ekki í dag
Paris Saint-Germain vill ekki hækka tilboð sitt í Milan Skriniar svo slóvakíski miðvörðurinn fer ekki frá Inter í dag.

Samningur Skriniar við ítalska félagið rennur út í sumar og þá mun hann ganga í raðir PSG á frjálsri sölu.

Skriniar verður 28 ára í febrúar og á 242 leiki að baki fyrir Inter. Hann hefur verið einn besti miðvörður ítalska boltans síðustu ár.

Manchester United og Tottenham eru meðal félaga sem höfðu áhuga á að fá Skriniar til sín.