fim 02.feb 2023
[email protected]
Dubravka fær aðeins verðlaun ef Man Utd vinnur deildabikarinn
Martin Dubravka markvörður Newcastle er í ansi furðulegri stöðu en hann fær gullmedalíu um hálsinn ef Manchester United vinnur Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins.
Leikurinn fer fram síðar í þessum mánuði en Dubravka fær ekki verðlaun ef Newcastle vinnur. Þetta er vegna þess að Dubravka var á láni hjá United fyrri hluta tímabilsins en hann lék aðeins tvo leiki fyrir félagið, báða í deildabikarnum. Það þýðir að hann er ólöglegur með Newcastle í keppninni en það skiptir liðið litlu máli þar sem NIck Pope stendur sem fastast milli stangana. Dubravka var aðalmarkvörður Newcastle síðustu fjögur tímabil áður en Pope tók stöðuna á þessari leiktíð eftir komu frá Burnley í sumar.
|