fim 02.feb 2023
[email protected]
Tyrkland: Enner Valencia tryggði Fenerbache stig gegn Adana
Adana Demirspor gerði jafntefli gegn Fenerbache í tyrknesku deildinni í kvöld en Birkir Bjarnason kom ekkert við sögu í leiknum.
Hann var á bekknum í kvöld en hann hefur verið inn og út úr liðinu á þessari leiktíð. Fenerbache var fyrst til að koma boltanum í netið en það gerði Mert Hakan Yandas eftir tæplega stundarfjórðung en markið var dæmt af. Eftir rúmlega hálftíma leik fékk Adana vítaspyrnu en Younes Belhanda klikkaði á spyrnunni. Það var markalaust í fyrri hálfleik en Badou Ndiaye kom Adana yfir á 83. mínútu en þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Enner Valencia metin fyrir Fenerbache og tryggði liðinu stig. Fenerbache er í 2. sæti með 45 stig, sex stigum frá toppnum eftir 21 umferð en Adana er í 5. sæti með 38 stig.
|