fim 02.feb 2023
[email protected]
Ayew og Cooper sameinaðir á ný (Staðfest)
 |
Andre Ayew í leik með West Ham |
Andre Ayew er genginn til liðs við Nottingham Forest og gerir samning út tímabilið við félagið. Hann er þrítugasti leikmaðurinn sem Forest fær til sín frá því liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð.
Ayew þekkir vel til Steve Cooper stjóra Forest en þeir unnu saman hjá Swansea þar sem Ayew skoraði 35 mörk í 84 leikjum. „Það er frábær tilfinning að skrifa undir hjá Nottingham Forest. Ég veit hversu stórt félagið er og ég veit hversu mikla þýðingu það hefur fyrir borgina og stuðningsmenn. Það var alltaf erfitt að mæta þeim á The City Ground og ég elska völlinn," sagði Ayew við undirskriftina. „Steve Cooper þekkir mig mjög vel og veit hvernig á að vinna með mér, innan sem utan vallar. Við eigum gott samband, hann er einstakur þjálfari og einstök manneskja og einhver sem ég lít upp til." Ayew rifti samningi sínum við Al Sadd og vildi reyna fyrir sér aftur í ensku úrvalsdeildinni en hann lék þar með Swansea og West Ham frá 2015-2018. Hann mun koma til með að leysa Taiwo Awoniyi, Morgan Gibbs-White og Jesse Lingard af sem eru á meiðslalistanum. ”
|