fim 02.feb 2023
„Ég ætla ekki að grenja yfir leikmanni sem vildi ekki vera hér"
Enzo var stórkostlegur í heimsmeistaraliði Argentínu á HM í Katar

Enzo Fernandez gekk til liðs við Chelsea frá Benfica á lokadegi félagsskipta gluggans í janúar fyrir metfé en hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu enska boltans.Hann kostaði Chelsea 106.8 milljónir punda en Jack Grealish var dýrastur áður en hann kostaði Manchester City 100 milljónir þegar hann gekk til liðs við félagið frá Aston Villa sumarið 2021.

„Við vissum af honum fyrir HM, við vissum hversu hæfileikaríkur hann er. Hann var einn af þeim leikmönnum sem við vorum að ihuga svo við höfum vitað af honum um tíma," sagði Graham Potter um Enzo.

„Ég horfði á HM og hugsaði 'Hann gæti verið dýrari en við gerðum okkur grein fyrir.'

Rui Costa forseti Benfica reyndi allt til að halda honum en Enzo vildi fara til Chelsea.

„Enzo Fernandez vildi ekki vera áfram hjá Benfica. Hann gaf okkur ekkert tækifæri, ég gerði mitt besta og ég er sár en ég ætla ekki að grenja yfir leikmanni sem vill ekki vera hér," sagði Costa.

„Þegar Chelsea hafði samband var ómögulegt að láta hann skipta um skoðun."