fim 02.feb 2023
[email protected]
Ince svekktur að enginn hjá Man Utd hafi boðið honum í glas
 |
Sir Alex og Paul Ince |
Paul Ince stjóri Reading var ekki sáttur með starfslið Manchester United eftir að honum var ekki boðið upp á drykk þegar hann hitti Sir Alex Ferguson fyrir leik liðanna í FA bikarnum um síðustu helgi.
Ince spilaði undir stjórn Sir Alex hjá United frá 1989-1995. „Ég fór um leið upp til Sir Alex því ég fékk skilaboð frá honum sem í stóð 'Komdu upp til að hitta á mig'," sagði Ince. Hann fór ásamt konu sinni og syni, Thomas Ince, sem einnig er leikmaður Reading, til að hitta Sir Alex. „Ég var svekktur því enginn starfsmaður United bauð mér vínglas. Ég kunni ekki að meta það, það er skortur á virðingu," sagði Ince.
„Sama hver það er, sigur, tap eða jafntefli, þá segir þú manni að koma og fá þér drykk. Sama hvort það sé vín eða te. Enginn bauð mér og það var svekkjandi."
|