fös 03.feb 2023
Guðni hjá HK næstu þrjú árin
Guðni Þór Einarsson

Guðni Þór Einarsson hefur gert nýjan þriggja ára samning við HK og mun því stýra liðinu áfram næstu árin.Guðni tók við HK í fyrra og stýrði liðinu í 4. sætið í Lengjudeildinni síðasta sumar.

María Rúnarsdóttir formaður meistaraflokksráðs kvenna segir að félagið sé með skýra framtíðarsýn fyrir meistaraflokkinn og það sé því frábært að vera með svona traustan og faglegan þjálfara.

„Guðni er mjög fær þjálfari sem við í HK höfum mikla trú á," segir María.