fös 03.feb 2023
[email protected]
Kári Gautason framlengir við KA
 |
Kári Gautason |
Kári Gautason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA en þessi 19 ára gamli leikmaður kom við sögu í einum leik í deild og einum í bikar síðasta sumar. Hann lék einnig einn leik með liðinu í efstu deild sumarið 2021.
Þá var hann á láni hjá Magna í 2. deildinni um mitt sumar og lék þar 8 leiki. Hann hefur leikið 15 leiki í meistaraflokki á ferlinum. „Það eru afar jákvæðar fréttir að Kári hafi nú framlengt við KA og ljóst að það verður áfram spennandi að fylgjast með framgöngu hans á vellinum í gula og bláa búningnum," segir í tilkynningu frá KA.
|