fös 03.feb 2023
Það hefur gengið afar illa hjá Dyche gegn Arsenal

Sean Dyche stýrir Everton í fyrsta sinn um helgina þegar liðið mætir toppliði Arsenal á Goodison Park á morgun.Dyche er bjartsýnn fyrir leikinn.

„Þetta er mjög gott lið, auðvitað er fólk að tala um að þeir muni vinna titilinn. Maður verður að mæta öllum, svona varð bara leikjaniðurröðunin," sagði Dyche.

„Þeim gengur mjög vel þessa stundina en þeir hafa þekkt mig lengi, frá tíma mínum með mínu fyrra félagi. Ég held að þeir átti sig á því að ég set yfirleitt lið fram sem er tilbúið í verkefnið."

Dyche náði ekki í mörg stig gegn Arsenal í stjóratíð sinni hjá Burnley en hann tapaði fyrstu níu leikjunum gegn Lundúnarliðinu frá 2014-2020, þar á meðal í FA bikarnum.

Gengið fór að batna en í síðustu fimm leikjunum vann hann einn, gerði þrjú jafntefli og tapaði einum.