fös 03.feb 2023
Carrick getur ekki gert upp á milli Man Utd og Newcastle

Michael Carrick stjóri Middlesbrough segist ekki geta valið á milli Newcastle og Manchester United en liðin mætast í úrslitum enska deildabikarsins síðar í þessum mánuði.Carrick var harður stuðningsmaður Newcastle í æsku en þessi fyrrum miðjumaður lék lengst af á sínum ferli með Machester United.

„Ég tek ekki þátt í þessu," sagði Carrick hlæjandi.

„Það er nóg um að vera hér til að hafa áhyggjur af. Ég bý í Manchester og spilaði fótbolta þar mjög lengi. Það hefur verið stór partur af lífi mínu og er enn. Fyrst og fremst er frábært að sjá bæði félögin í úrslitum og ég er í skýjunum fyrir hönd beggja liða á mismunandi hátt. Hvort liðið sem vinnur þá get ég ekki unnið. Við sjáum til hvað gerist, ég vona að þetta verði góður leikur," sagði Carrick.

Carrick lék 464 leiki fyrir Man Utd og skoraði 24 mörk á sínum tíma.