fös 03.feb 2023
Messi útilokar ekki að spila á HM 2026

Lionel Messi varð heimsmeistari með Argentínu á HM í Katar á síðasta ári en þessi 35 ára gamli leikmaður útilokar ekki að reyna endurtaka leikinn árið 2026.Heimsmeistaramótið árið 2026 fer fram í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada.

„Útaf aldrinum verður erfitt að komast á HM 2026. Ég elska að spila fótbolta og á meðan mér líður eins og ég sé í góðu formi og nýt þess að spila mun ég halda áfram. Það lítur út eins og það sé langt í næsta HM en það fer eftir því hvernig ferillinn minn gengur," sagði Messi.

Messi hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarin ár en ef hann nær næsta stórmóti verður hann 39 ára gamall.