fös 03.feb 2023
Telur að Mudryk hafi tekið ranga ákvörðun
Mykhaylo Mudryk.
Andreas Carrasco, fyrrum þjálfari Úkraínumannsins Mykhaylo Mudryk, telur að kantmaðurinn öflugi hafi tekið ranga ákvörðun þegar hann valdi að ganga í raðir Chelsea í janúar.

Mudryk var sterklega orðaður við Arsenal áður en hann ákvað með skömmum fyrirvara að semja við Chelsea.

Carrasco þjálfaði Mudryk í unglingaflokkum en hann telur að leikstíll Arsenal hefði hentað Mudryk mun betur.

„Í dag hefði Arsenal líklega hentað Mudryk betur," sagði Carrasco.

„Hann er mikið fyrir að rekja boltann og að taka menn á einn og á einn. Það hefði hentað honum betur að fara til Arsenal, en það er bara mitt mat."

Mudryk, sem er 22 ára gamall, hefur spilað einn leik fyrir Chelsea en það verður fróðlegt að fylgjast með honum þar.