fös 03.feb 2023
Rashford aftur leikmaður mánaðarins
Marcus Rashford.
Marcus Rashford er leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrir janúarmánuð.

Þetta er í annað sinn á tímabilinu þar sem Rashford er valinn leikmaður mánaðarins.

Rashford var virkilega slakur á síðustu leiktíð og fann sig engan veginn. Á þessari leiktíð hefur hann fundið mikið sjálfstraust og verið að spila virkilega vel.

Rashford, sem er 25 ára gamall, hefur á þessari leiktíð skorað níu mörk í 20 leikjum fyrir Manchester United sem er í fjórða sæti deildarinnar.

Hann verður í eldlínunni um helgina þegar Man Utd mætir Crystal Palace á heimavelli.