fös 03.feb 2023
[email protected]
Januzaj til Istanbul Basaksehir (Staðfest)
 |
Lék undir stjórn Van Gaal hjá United. |
Adnan Januzaj, fyrrum leikmaður Manchester United, er mættur til Tyrklands og mun spila með Istanbul Basaksehir á láni út tímabilið.
Januzaj er Belgi sem kom til Englands árið 2011 en yfirgaf United eftir sex ára veru þar. Hans besta tímabil var undir stjórn David Moyes (2013-14) en liðinu gekk ekki vel. Árið 2017 fór hann til Real Sociedad, varð samningslaus síðasta sumar og samdi við Sevilla.
Hjá Sevilla hefur lítið gengið, Januzaj hefur einungis komið við sögu í tveimur deildarleikjum og liðið var í fallsæti í upphafi árs. Sevilla er aðeins að rétta úr kútnum um þessar mundir en lausnin hefur ekki verið Januzaj sem hefur ekki spilað síðan í nóvember.
Hann ákvað því að fara til Tyrklands og ætlar að klára tímabilið þar. Hann er 27 ára gamall vængmaður sem á að baki fimmtán leiki fyrir belgíska landsliðið.
|