fös 03.feb 2023
Januzaj til Istanbul Basaksehir (Staðfest)
Lék undir stjórn Van Gaal hjá United.
Adnan Januzaj, fyrrum leikmaður Manchester United, er mættur til Tyrklands og mun spila með Istanbul Basaksehir á láni út tímabilið.

Januzaj er Belgi sem kom til Englands árið 2011 en yfirgaf United eftir sex ára veru þar. Hans besta tímabil var undir stjórn David Moyes (2013-14) en liðinu gekk ekki vel. Árið 2017 fór hann til Real Sociedad, varð samningslaus síðasta sumar og samdi við Sevilla.

Hjá Sevilla hefur lítið gengið, Januzaj hefur einungis komið við sögu í tveimur deildarleikjum og liðið var í fallsæti í upphafi árs. Sevilla er aðeins að rétta úr kútnum um þessar mundir en lausnin hefur ekki verið Januzaj sem hefur ekki spilað síðan í nóvember.

Hann ákvað því að fara til Tyrklands og ætlar að klára tímabilið þar. Hann er 27 ára gamall vængmaður sem á að baki fimmtán leiki fyrir belgíska landsliðið.