fös 03.feb 2023
[email protected]
Landsliðshópurinn - Einn nýliði og Karólína snýr aftur
 |
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir. |
 |
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. |
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
|
Búið er að opinbera landsliðshóp Íslands fyrir keppni á Pinatar æfingamótinu á Spáni síðar í þessum mánuði. Það er einn nýliði í hópnum en það er Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmenn Bayern München, snúa báðar til baka eftir meiðsli.
Þetta verða fyrstu leikir liðsins eftir vonbrigðin í nóvember er liðið tapaði gegn Portúgal í umspili fyrir HM.
Um er að ræða fjögurra liða mót, en einnig taka Skotland, Wales og Filippseyjar þátt í því. Filippseyjar er eina þátttökuþjóðin á mótinu sem verður á HM næsta sumar í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
Þetta er í annað sinn sem Ísland tekur þátt í Pinatar Cup. Fyrra skiptið var árið 2020 þegar liðið mætti Skotlandi, Úkraínu og Norður Írlandi.
Mótið fer fram frá 13. til 21. febrúar.
Markverðir: Sandra Sigurðardóttir - Valur - 48 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 1 leikur
Varnarmenn: Guðný Árnadóttir - AC Milan - 19 leikir
Elísa Viðarsdóttir - Valur - 49 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 108 leikir, 8 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 49 leikir
Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 22 leikir, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 11 leikir
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik - 4 leikir
Miðjumenn: Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 108 leikir, 37 mörk
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Stjarnan - 96 leikir, 14 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Fiorentina - 29 leikir, 3 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 22 leikir, 8 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 21 leikur, 3 mörk
Framherjar: Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristianstads DFF - 9 leikir
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 51 leikur, 4 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 25 leikir, 7 mörk
Svava Rós Guðmundsdóttir - Gotham FC - 42 leikir, 2 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 20 leikir, 3 mörk
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir - PSG - 69 leikir, 12 mörk
|