fös 03.feb 2023
[email protected]
HM félagsliða er farið af stað í Marokkó
 |
Seattle Sounders er fyrsta bandaríska liðið sem tekur þátt í HM félagsliða. |
 |
Evrópumeistarar Real Madrid. |
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
|
Heimsmeistaramót félagsliða er farið af stað en leikið er í Marokkó. Evrópumeistarar Real Madrid eru meðal þátttökuliða og koma beint inn í undanúrslitin.
Í undanúrslitum mun Real Madrid leika gegn sigurvegaranum úr viðureign bandarísku MLS-meistarana í Seattle Sounders og Al Ahly frá Egyptalandi sem eigast við á morgun.
Al Ahly vann Auckland City frá Ástralíu 3-0 í eina leik fyrstu umferðar mótsins.
„Okkur líður þannig að við getum veitt öllum keppni. Við gerum okkur auðvitað grein fyrir gæðunum í liðum á borð við Real Madrid en við höfum mikla trú á sjálfum okkur. Það gefur okkur orku að vita að við séum bara þremur leikjum frá bikarnum," segir Jordan Morris, framherji Seattle Sounders.
Seattle er fyrsta bandaríska liðið sem tekur þátt í HM félagsliða. Liðið vann Concacaf Meistaradeildina með því að leggja Pumas UNAM frá Mexíkó í tveggja leikja einvígi í úrslitum.
Suður-Ameríkumeistarar Flamengo fara líkt og Real Madrid beint í undanúrslitin. Flamengo leikur við sigurvegarann í leik Wydad Casablanca frá Marokkó og Al Hilal frá Sádi-Arabíu í sínu undanúrslitaeinvígi.
Undanúrslitin verða leikin þriðjudag og miðvikudag í næstu viku og úrslitaleikurinn verður svo 11. febrúar, ásamt leiknum um þriðja sætið.
Frá 2025 vill FIFA að HM félagsliða verði að 32 liða móti sem leikið verði á fjögurra ára fresti. Þær áætlanir eru umdeildar.
Undanúrslitin: 7. febrúar: Flamengo - Wydad/Al Hilal
8. febrúar: Seattle/Al Ahly - Real Madrid
Úrslitaleikur: 11. febrúar
Leikið um þriðja sætið: 11. febrúar
|