fös 03.feb 2023
Sabitzer klár í að spila
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, staðfesti á fréttamannafundi í dag að Marcel Sabitzer, sem félagið fékk á láni frá Bayern Munchen á gluggadag, sé klár í slaginn fyrir leikinn gegn Crystal Palace á morgun.

Sabitze er austurrískur miðjumaður sem kemur á láni út tímabilið.

Hann hefur einungis tekið þátt í einni æfingu með liðinu en Ten Hag er á því að Sabitzer sé klár í að spila. Stjórinn staðfesti að leikmaðurinn yrði í hópnum á morgun.

„Auðvitað er hann bara búinn með eina æfingu en það sést á honum að hann er í mjög góðu standi. Ég bjóst ekki við neinu öðru þegar hann kom frá Bayern Munchen. Þeir eru alltaf í góðu standi. Ég held hann sé klár í að spila."

„Hann er mjög klár leikmaður og við erum búnir að leggja línunarnar fyrir hann. Hann veit hvað þarf og á að gera,"
sagði hollenski stjórinn.

Leikurinn gegn Palace hefst klukkan 15:00 á morgun.