lau 04.feb 2023
[email protected]
Þýskaland í dag - Freiburg heimsækir Dortmund
 |
Union Berlín spilar við Mainz |
Sex leikir eru á dagskrá í þýska boltanum í dag.
Eintracht Frankfurt mætir Herthu Berlín klukkan 14:30 en fimm aðrir leikir eru á sama tíma.
Borussia Dortmund tekur á móti Freiburg á meðan Leipzig heimsækir Köln. Toppbaráttulið Union Berlín spilar þá við Mainz áður en Gladbach og botnlið Schalke eigast við í lokaleik dagsins.
Leikir dagsins: 14:30 Bochum - Hoffenheim
14:30 Eintracht Frankfurt - Hertha
14:30 Dortmund - Freiburg
14:30 Köln - RB Leipzig
14:30 Union Berlin - Mainz
17:30 Gladbach - Schalke 04
|