fös 03.feb 2023
Loksins kom fyrsta mark Ronaldo
Cristiano Ronaldo er búinn að opna markareikninginn fyrir Al-Nassr í deildinni.

Ronaldo var að spila annan deildarleik sinn fyrir félagið en það hafði mistekist að koma boltanum í netið í fyrsta leiknum og í ofurbikarnum.

Hann fékk aragrúa af færum gegn Al-Fateh í kvöld og var meðal annars tekið mark af honum vegna rangstöðu en markið kom fyrir rest.

Í uppbótartíma síðari hálfleik fékk Al-Nassr vítaspyrnu sem Ronaldo skoraði úr og fyrsta mark hans því komið.

Leiknum lauk með 2-2 jafntefli og var Anderson Talisca, lykilmaður Al-Nassr, rekinn af velli seint í uppbótartíma.