fös 03.feb 2023
Real Madrid vildi ekki fá Cancelo
Spánarmeistarar Real Madrid höfnuðu tækifærinu á að fá Joao Cancelo á láni frá Manchester City undir lok gluggans.

Cancelo þoldi bekkjarsetuna illa hjá Manchester City og eftir rifrildi á æfingu vildi portúgalski bakvörðurinn yfirgefa félagið.

Umboðsmaður Cancelo bauð Real Madrid að fá þennan öfluga leikmann en Madrídingar þökkuðu kærlega fyrir tækifærið að fá hann en höfnuðu því kurteisislega.

Real Madrid ætlaði sér aldrei að styrkja hópinn í janúar og er öll einbeiting á að styrkja hann í sumar.

Barcelona gat ekki greitt launakostnað Cancelo og var það því enginn möguleiki en Cancelo endaði á að gera lánssamning við Bayern München og á þýska félagið möguleika á að kaupa hann fyrir 61,5 milljónir punda í sumar.