fös 03.feb 2023
Perrone í Meistaradeildarhópnum hjá Man City
Argentínski miðjumaðurinn Máximo Perrone er í Meistaradeildarhópnum hjá Manchester City fyrir seinni hluta tímabilsins.

Perrone samdi við Man City á dögunum eftir að hafa spilað með Vélez í heimalandinu.

Miðjumaðurinn er fæddur árið 2003 og mun klæðast treyju númer 32 hjá Man City.

Hann er í Meistaradeildarhópnum hjá félaginu fyrir úrslitakeppnina en hann tekur pláss Joao Cancelo sem fór á láni til Bayern München undir lok gluggans.

Man City mætir RB Leipzig í 16-liða úrslitum en fyrri leikurinn er 22. febrúar og sá síðari 14. mars.