fös 03.feb 2023
[email protected]
Þýskaland: Sterkur sigur hjá Augsburg
Augsburg 1 - 0 Bayer 1-0 Mergim Berisha ('55 )
Augsburg lagði Bayer Leverkusen að velli, 1-0, í þýsku deildinni í kvöld.
Moussa Diaby, leikmaður Leverkusen, nagar sig eflaust í handarbökin eftir þennan leik en hann klúðraði tveimur góðum færum í fyrri hálfleik.
Eina mark leiksins kom á 55. mínútu eftir hornspyrnu. Belgíski leikmaðurinn Arne Engels kom með frábæra spyrnu inn í teiginn og var Mergim Berisha einn og óvaldaður í miðjum teignum og eftirleikurinn auðveldur.
Leverkusen vildi vítaspyrnu Amine Adli var felldur í teignum þegar tuttugu mínútur voru eftir en dómarinn sýndi því lítinn áhuga á meðan leikmenn Leverkusen kvörtuðu.
Sterkur sigur hjá Augsburg sem nær aðeins að rífa sig úr botnbaráttunni og er nú í 13. sæti með 21 stig. Leverkusen er í 9. sæti með 24 stig.
|