lau 04.feb 2023
Helga Guðrún framlengir við Fylki
Helga Guðrún Kristinsdóttir hefur framlengt samning sinn við Fylki út næsta ár.

Helga kom til Fylkis frá Álftanesi fyrir síðasta tímabil og spilaði 12 leiki og gerði 1 mark í Lengjudeildinni.

Hún á að baki 165 leiki fyrir Grindavík, Stjörnuna, Álftanes og Trikala og gert 37 mörk.

Á dögunum framlengdi hún samning sinn við Fylki út næsta ár og mun því spila með liðinu næstu tvö tímabil.

Fylkir hafnaði í 6. sæti deildarinnar á síðasta ári og gerði níu jafntefli í deildinni.