lau 04.feb 2023
Aðeins tvennt jákvætt í leik Chelsea
Gary Neville, sérfræðingur hjá Sky Sports sá tvo jákvæða punkta í leik Chelsea gegn Fulham í gær.

Chelsea hefur verið í miklum vandræðum á þessu tímabili en Todd Boehly styrkti hópinn duglega í janúar.

Dýrasti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Enzo Fernandes, byrjaði sinn fyrsta leik í gær. Þá var Mykhailo Mudryk einnig í byrjunarliðinu.

Það var þó lítið sem heillaði Neville hjá Chelsea nema Thiago Silva og Benoit Badiashile sem liðið fékk frá Monaco í janúar.

„Carragher var búinn að nefna Badiashile en mér fannst Thiago Silva stórkostlegur. Hann heillar mig í hvert skipti, hann er heimsklassa leikmaður, hann er svo mikilvægur fyrir þá," sagði Neville.

Þá segir hann að Silva eigi erfitt verkefni fyrir höndum að halda öllum ánægðum hjá félaginu þar sem margir stórir persónuleikar séu mættir til félagsins.