lau 04.feb 2023
Æfingaleikur: Baldur Logi frábær í sigri FH gegn Grindavík
Baldur Logi

FH 3-1 Grindavík
Mörkin: Baldur Logi Guðlaugsson 2, Dani Hatakka eitt. Fyrir Grindavík Einar Karl.



Undirbúningur íslensku liðanna fyrir sumarið er í fullum gangi en FH varð meistari í Þungavigtarmótinu á miðvikudaginn.

Í gær spilaði liðið æfingaleik gegn Grindavík en FH er staðráðið í að gera betur í sumar undir stjórn Heimis Guðjónssonar eftir vonbrigðatímabil síðasta sumar.

Grindavík hafnaði í 6. sæti í Lengjudeildinni.

Leikurinn í gær fór fram í Skessunni í Hafnarfirði en heimamenn fóru með sigur af hólmi þar sem Baldur Logi Guðlaugsson fór hamförum á hægri kantinum en hann skoraði tvö mörk og Dani Hatakka skoraði eitt í 3-1 sigri.

Einar Karl Ingvarsson skoraði mark Grindavíkur.