lau 04.feb 2023
Neuer um brottrekstur vinar síns - „Grimmilegasta sem ég hef upplifað"

Manuel Neuer er gríðarlega vonsvikinn eftir að Toni Tapalovic fyrrum markvarðarþjálfari Bayern Munchen var rekinn á dögunum.Þeir eru nánir vinir en Tapalovic er sagður hafa lekið samskiptum þjálfarateymisins og leikmanna félagsins.

„Þetta var mjög fast högg í andlitið. Ég heyrði þetta frá stjórnarmönnum félagsins, þetta kom upp úr þurru, fyrir Toni líka. Ég skil þetta alls ekki," sagði Neuer.

Neuer er á meiðslalistanum eftir að hafa fótbrotnað í skíðaslysi eftir HM.

„Þetta var högg, það var þegar búið að slá mig niður og þá leið mér eins og hjartað hafi verið rifið úr mér. Þetta er það grimmilegasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég hef upplifað ýmislegt," sagði Neuer.