lau 04.feb 2023
Fulham skaut á Chelsea - „Nefnið betri hægri bakvörð"

Fulham og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik umferðarinnar í gærkvöldi.Reece James snéri til baka úr meiðslum en hann hafði aðeins spilað einn leik síðan í október þar sem það kom bakslag í meiðslin þegar hann snéri til baka í lok desember.

Á meðan á leiknum stóð í gær 'tísti' Chelsea mynd af James þar sem félagið bað fólk um að nefna betri hægri bakvörð.

Kenny Tete hægri bakvörður Fulham var maður leiksins og eftir leikinn skaut Twitter reikningur Fulham á Chelsea með því að svara spurningunni með mynd af Tete.